top of page

Við eru öll eins, er oft sagt. Það er rétt en þó erum við svo ólík, hvert land, hver þjóð og jafnvel hver fjölskylda hefur sína siði. Þegar búið er erlendis, fjarri venjum heimahaganna, eru alls kyns hlutir sem vekja forvitni. Eitthvað sem maður sér á göngu, heyrir í samræðum, sér á safni eða lærir um á námskeiði vekur áhuga og maður finnur hjá sér þörf fyrir að vita meira um, leitar frekari upplýsinga og skrifar niður til að gleyma ekki. Fróðleikur safnast upp og stundum skapast þörfin fyrir að deila.

 

Eftir mörg ár í útlöndum höfum við ákveðið að skapa vettvang fyrir slíkar pælingar, bloggsíðuna utanlands.is. Síðan er ekki síður fyrir okkur sjálfar, til að halda utan um það sem okkur þykir áhugavert og höfum upplifað á nýjum slóðum. Við bjuggum áður báðar í Kína og héldum þá úti blogginu Með kveðju frá Kína. Núna býr Elsa í Singapúr og Sigríður í San José í Kaliforníu.

Með kveðju, 

Elsa og Sigga

 

Merki Utanlands er eftir grafíska hönnuðinn Bergdísi Sigurðardóttur. 

Allar myndir á síðunni eru eftir höfunda texta nema annað sé tekið fram. 

  • Utanlands á Facebook

Allur réttur áskilinn © 2018 utanlands.is. Keyrt á wix.com

bottom of page