top of page

Með kveðju frá Kína bloggið birtist fyrst á netinu árið 2013, nánar tiltekið þann 28.8. en dagsetningar sem innihalda töluna 8 teljast happadrjúgar samkvæmt kínverskri venju. (Til gamans má geta þess að Ólympíuleikarnir í Beijing árið 2008 hófust samkvæmt sömu þjóðtrú klukkan 8 þann 8.8.) 

1238940_524358740982452_1470146112_n.jpg

Merki Með kveðju frá Kína, hannað af grafíska hönnuðinum Bergdísi Sigurðardóttur.

Við skrifuðum á þessum tíma stutta kynningu um bloggið og segja má að lýsingin standist enn tímans tönn árið 2019:

 

,,Á undanförnum áratugum hafa Kínverjar stóraukið umsvif sín í efnahagsmálum heimsins og eiga án vafa eftir að hafa mikil áhrif á heimsmynd framtíðar. Íslendingar hafa orðið varir við þessa þróun, til dæmis með auknum áhuga Kínverja á norðurslóðum.

 

Fréttir frá Kína verða sífellt fyrirferðarmeiri. Íslenskir fjölmiðlar hafa fylgst með kínverskum hagvexti og fréttir af furðulegum atburðum og uppákomum í Kína skjóta reglulega upp kollinum. Minna ber á umfjöllun um kínverskt samfélag og menningu. Við, sem höfum búið hér í nokkur ár, höfum því ákveðið að deila reynslu okkar og upplifun af landi og þjóð með samlöndum okkar. Við vonumst til þess að auka þannig vitneskju um Kína, landið sem lengi var svo fjarri en lætur nú sífellt meira til sín taka á heimsvísu.”

 

Með kveðju frá Kína hefur lifað góðu lífi á netinu þótt þar hafi ekki birst nýjar greinar síðan 2015. Þar sem enn virðist nokkur áhugi á efni síðunnar höfum við ákveðið að birta smám saman vinsælustu greinarnar hér á utanlands.is undir merkjum Með kveðju frá Kína og tryggja þar með að þær verði áfram aðgengilegar. Það er svo aldrei að vita nema nýr fróðleikur um Kína birtist á síðunni þótt nú berist kveðjan frá Singapúr og San José. 

 

Elsa og Sigga

  • Utanlands á Facebook

Allur réttur áskilinn © 2018 utanlands.is. Keyrt á wix.com

bottom of page