top of page

ELSA ÆVARSDÓTTIR

Elsa er Reykvíkingur en hefur um árabil búið og starfað í Þýskalandi, á Akureyri, í Kína og núna í Singapúr. Hún er með háskólapróf í innanhússarkitektúr frá Þýskalandi og stundaði nám í hagnýtri fjölmiðlun við HÍ. Hún rak í áratug eigin teiknistofu í Reykjavík og var ritstjóri afmælisblaðs Félags húsgagna- og innanhússarkitekta á 50 ára afmæli félagsins. Greinar eftir Elsu um hönnunartengd málefni hafa birst í íslenskum tímaritum og blöðum og hún var meðal stofnanda bókaútgáfunnar Nennu sf. sem gaf út nokkrar ljósmyndabækur um íslensk heimili, hönnun og arkitektúr. Í Shanghai rak Elsa vefverslun með muni úr vönduðu kínversku hráefni á borð við perlur, silki og kasmír og stóð ásamt Sigríði að bloggsíðunni Með kveðju frá Kína. Elsa er gift og á tvö börn á táningsaldri. 

  • Utanlands á Facebook

Allur réttur áskilinn © 2018 utanlands.is. Keyrt á wix.com

bottom of page